OPNUNARHÓF

VIÐURKENNINGAR

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Iceland Fishing Expo 2022

Við upphaf sýningarinnar ICELAND FISHING EXPO 2022 verða veittar viðurkenningar til aðila er skarað hafa fram úr innan sjávarútvegsgeirans.

Opnunarhófið hefst kl. 13:00 en boðsmiðar verða sendir í pósti til ríflega 400 aðila. Hver sýnandi/fyrirtæki fær tvo boðsmiða á opnunarhófið.

Boðið verður upp á léttar veitingar, ávörp og tónlist.

Eftirfarandi samtök innan sjávarútvegsins munu veita viðurkenningar við þetta tækifæri.

–   SAMTÖK FYRIRTÆKJA Í SJÁVARÚTVEGI
–   LANDSSAMBAND SMÁBÁTAEIGENDA
–   ÍSLENSKI SJÁVARKLASINN

Sjávarútvegur 2022 / Iceland Fishing Expo 2022 opnar formlega miðvikudaginn 28. september kl. 14:00.

Opnunarhófið er aðeins  ætlað boðsgestum.